Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vísnavinir á Suðurnesjum og myndlistasýning í Listasmiðjunni á Ásbrú
Þriðjudagur 12. janúar 2010 kl. 15:22

Vísnavinir á Suðurnesjum og myndlistasýning í Listasmiðjunni á Ásbrú

Fimmtudaginn 14. janúar nk. verður opnuð myndlistasýning fjögurra kvenna úr Reykjanesbæ í Listasmiðjunni á Ásbrú í Reykjanesbæ. Listakonurnar eru Bjarnveig Björnsdóttir, Sigurlína Ólafsdóttir, Kristín Nielsen og Jóhanna Guðmundsdóttir og opnar sýningin kl. 20:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jafnframt munu Vísnavinir Suðurnesja verða með sitt fyrsta kvöld og spila vísna og þjóðlagatónlist fyrir gesti. Þeir sem fram koma á þessu fyrsta kvöldi eru m.a Halli Reynis trúbador, Elín Rós Benediktsdóttir, Tómas Malmberg, Geir Ólafsson og Agnes Lára. Eingöngu er leikið á kassagítara og mest af efninu er frumsamið. Boðið verður upp á kaffi og kósý kertaljósakvöld.


Íbúar á Ásbrú eru sérstaklega hvattir til að mæta á þetta kvöld og hjálpa okkur að skapa og koma á fót menningarlegum kvöldum á svæðinu, segir í tilkynningu frá Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni listamanni.