Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Vísnasöngur og norrænir gripir
    Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, vísnasöngkona.
  • Vísnasöngur og norrænir gripir
    Marta Guðrún Jóhannesdóttir.
Laugardagur 14. mars 2015 kl. 12:00

Vísnasöngur og norrænir gripir

Vogar eru eina „safnlausa“ sveitarfélagið.

„Við erum með samstarfssamning við sveitarfélagið Voga þar sem við tökum þátt í viðburðum á vegum sveitarfélagsins. Vogar eru eina sveitarfélagið á Suðurnesjum þar sem ekki er rekið safn, nema bókasafn. Vogar hafa alltaf tekið þátt og þá hefur verið leyst með viðburðum á bókasafninu,“ segir Marta Guðrún Jóhannesdóttir, formaður norrænu deildarinnar í Vogum.  Einnig er minjafélag sem Marta segir að hafi staðið sig vel í viðburðum og einnig gert upp gamalt skólahús á Vatnsleysuströnd. 

„Í tengslum við safnahelgina í ár stungum við í stjórn norræna félagsins upp á að bjóða upp á tónlistaratriði. Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir, dóttir Aðalsteins Ásberg Sigurðsson og Önnu Pálínu Árnadóttur heitinnar, hefur stundað nám í vísnasöng í Svíþjóð og er að stíga sín fyrstu spor í að koma fram og syngur hún bæði á ýmsum Norðurlandamálum. Hún stundaði nám við Tónskóla Sigursveins og Norræna vísnasöngskólann í Kungälv í Svíþjóð og í fyrravor hlaut hún árlega viðurkenningu Vísnavina í Uddevalla í Svíþjóð. „Vegna þess að það er safnahelgi þá var einnig tilvalið að setja upp smá sýningu. Við vildum reyna að fá íbúa á Suðurnesjum til að lána okkur gripi sem tengjast Norðurlöndunum, minjagripi af hinu og þessu. Viljum endilega að sem flestir taki þátt og láni okkur. Einnig getur fólk komið með með sér á sýningardeginum ef það vill ekki lána og hefur kannski tilfinningalegt eða verðmætt gildi,“ segir Marta.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024