Vísiskórinn með dagskrá í Víðihlíð í dag
Allir velkomnir og frítt inn.
Hinn fjölþjóðlegi og stórskemmtilegi Vísiskór verður með opna æfingu í Víðihlíð í Grindavík kl. 15:00 í dag. Íbúar Víðihlíðar eru auðvitað sérstaklega velkomnir en aðrir íbúar bæjarins sem áhuga hafa á söng eru einnig hvattir til að mæta. Kórinn syngur á íslensku, pólsku, serbnesku og tælensku. Kórinn ætlar einnig að spjalla við gesti um lögin, textana og samstarfið í kórnum. Gestir fá að syngja með og boðið verður upp á kaffi og te.
Æfingin er liður í undirbúningi fyrir tónleika kórsins á Cafe Lingua á mánudaginn kl. 17:30. Café Lingua er vettvangur fyrir þá sem vilja efla tungumálakunnáttu sína. Einnig staður fyrir orð, spjall og samskipti á hinum ýmsu tungumálum og gátt inn í mismunandi tungumála- og menningarheima.