Vísindasmiðja Leikskólans Holts

Vísindasmiðja Leikskólans Holts nýtur mikilla vinsælda á Ljósanótt. Starfsfólk leikskólans hefur komið upp Vísindasmiðju þar sem börnin búa til listaverk, föndra, skoða og gera ýmsar tilraunir. Það eru allir velkomnir í smiðjuna sem er í porti á Tjarnargötunni.

Það er óhætt að segja að vísindasmiðjan sé góð viðbót við fjölskylduvæna dagskrá Ljósanætur.

Myndir- VF/IngaSæm






