VÍS húfurnar vinsælar
„Við kláruðum upplagið í tvígang og mun hraðar en undanfarin ár. Þúsund húfur hurfu hér á augabragði,“ segir Magnús Geir Jónsson þjónustustjóri VÍS í Reykjanesbæ. Á tveimur vikum ruku 17 þúsund húfur út eins og heitar lummur um allt land en þetta er fimmta árið í röð sem VÍS býður viðskiptavinum með F plús tryggingu þennan glaðning, segir í tilkynningu frá félaginu.
„Hér fór vel á þriðja hundrað húfa til kátra krakka,“ segir Dagbjartur Willardsson hjá VÍS í Grindavík. „Þessi skemmtilegi viðburður lífgar upp á skammdegið og við höfum mjög gaman að fá ungu kynslóðina til okkar að sækja húfuna sína. Það er líka gaman að taka þátt í því að auka öryggið í umferðinni með húfunum skínandi sem og endurskinsmerkjum sem dreift var um leið.“
Hanna Katrín og Rakel María Dagbjartsdætur í Grindavík