Virkir göngugarpar
Virkjun og Upplýsingamiðstöð Reykjaness hafa sett saman dagskrá með 10 vikulegum gönguferðum með leiðsögn sem hefjast mánudaginn 20 apríl. Göngurnar eru öllum opnar. Gengið verður á mánudögum kl 13:00 og eru gönguferðirnar mismunandi erfiðar og sérstaklega merktar eftir erfiðleikastigi. Notaðir verða eigin bílar í þær ferðir þar sem því verður við komið, en í nokkrum ferðunum mun rúta sækja göngufólk og keyra þau í bílana aftur og til að mæta þeima kostnaði munu þær ferðir kosta kr 500 og er vel merkt í göngudagskránni hvaða ferðir er um að ræða.
Með göngukveðju og von um góða þátttöku
Rannveig L. Garðarsdóttir, leiðsögumaður
Erfiðleikastig
* Stutt ganga, ekki mikið upp í móti
** Lengri ganga , ekki mikið upp í móti
*** Fjallganga, lengri ganga og upp í móti
20. apríl *
Keflavík „Götur með hlutverk“.
Söguganga, skyggnst verður inn í fortíðina og sagt frá umhverfi og götum í Keflavík um aldarmótin 1900.
Mæting við Keflavíkurkirkju kl 13:00
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Létt ganga sem tekur um 1 klst
Skór: : Strigaskór
------------------------------------------------------------------------------
27. apríl **
Stapagatan
Gengið frá Innri Njarðvík með ströndinni upp á Grímshól, hæsta punkt á Stapanum. Þaðan verður gengið að gömlum tóftum sem nefnast Hólmabúðir sem standa undir Stapanum og gengið þaðan inn í Voga.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 gengið inn í Voga, þaðan verður hópnum ekið í rútu til baka í bílana.
Fargjald kr 500.??Auðveld ganga og lítil hækkun.
Gangan tekur 2 – 3 klst. Hér fer eftir vindátt hvort gengið verður frá Vogum eða Innri Njarðvík
Skór: Strigaskór (eða gönguskór)
------------------------------------------------------------------------------
4. maí **
Reykjanesvitar
Gengið frá „nýja“ Reykjanesvitanum út á Reykjanestá þar sem Atlantshafshryggurinn gengur á land. Gengið verður að litlum aukavita sem stendur á vestasta punkti Reykjaness.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið í samfloti að Reykjanesvita og til baka.
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Auðveld ganga og lítil hækkun en gengið er eftir vegi megnið af leiðinni .
Skór: Strigaskór (eða gönguskór)
------------------------------------------------------------------------------
11. maí ***
Þorbjörn
Þorbjörn / Þorbjarnarfell er stakt móbergsfell sem stendur norðan Grindavíkur. Fjallið er 243 m.y.s Ofan af fjallinu er gott útsýni yfir mikinn hluta Reykjaness fjallgarðsins.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið í samfloti að Þorbjarnarfelli og til baka.
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Fjallganga þar sem gengið er upp grasi grónar hlíðar fjallsins og svolítið gengið í lausagrjóti
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Skór: Gönguskór (eða strigaskór)
------------------------------------------------------------------------------
18. maí **
Garðskagi - Sandgerði
Létt fjöruganga. Sagt verður frá viðburðarríkum atburðum sem tengjast sögu Íslendinga og gerðust á þessum slóðum. Einnig verður sagt frá landnámsmönnum sem búsettir voru á þessu svæði.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið í samfloti að Garðskagavita og gengið þaðan í Sandgerði. Frá Sandgerði verður hópnum ekið í rútu til baka í bílana aftur.
Fargjald kr 500.
Hér fer eftir vindátt hvort gengið verður frá Garðskaga eða Sandgerði
Létt ganga. Gengið verður með fjörunni langleiðina en nauðsynlegt er að ganga upp úr henni á kafla en þá verður gengið í seinförnu grasi grónu hnullungafjöru-svæði ??Gangan tekur 2 - 3 klst.
Skór: Strigaskór (mega vera gönguskór)
------------------------------------------------------------------------------
5. maí ***
Höskuldarvellir – Oddafell
Gengið eftir Oddafelli endilöngu sem er 2ja km langt. Við enda fjallsins er „Hverinn eini“ sem var einn stærsti hver á Suðvesturlandi fram á 19 öldina en er kulnaður í dag. Gengið verður með hlíðum Oddafells til baka að Höskuldarvöllum.
Mæting á eigin bílum bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið í samfloti að Höskuldarvöllum og til baka. (Grófur malarvegur)
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Gangan tekur 3-4 klst
Skór: Gönguskór (mega vera strigaskór)
------------------------------------------------------------------------------
8. júní * ?
Innri Njarðvík
Söguganga sem hefst og endar við við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum. Gengið verður þaðan um Innri - Njarðvík. Staldrað verður við áhugaverða staði á leiðinni. Sagt verður frá íbúum Stekkjarkots, Ástu málara frá Narfakoti, býlinu Tjarnarkoti og svo sjálfu höfuðbólinu Njarðvík, heimili Jórunnar Jónsdóttur og Helga Ásbjörnssonar ásamt (Innri) Njarðvíkurkirkju.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 gengið verður þaðan og endað aftur við bílastæðið á Fitjum.
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Gangan tekur 1 – 2 klst
Skór: Strigaskór
------------------------------------------------------------------------------
15. júní **
Hópsnes
Gengið frá Grindavík að Þórkötlustöðum. Út af Hópsnesi hafa orðið miklir skipa- og mannskaðar og má víða sjá minjar um það.
Mæting á eigin bílum bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið samfloti að höfninni í Grindavík og gengið að Þórkötlustaðarhverfi. Hópnum veriður síðan ekið í rútu til baka í bílana aftur.
Fargjald kr. 500.
Gengið verður eftir vegi alla gönguna
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Skór: Strigaskór (mega vera gönguskór)
------------------------------------------------------------------------------
22. júní ***
Keilir
Einkennisfjall Suðurnesja 378 m hár gígtappi sem trónir yfir umhverfi sínu. Útsýni af tindinum er ægifagurt yfir Reykjanesskagann.
Mæting á eigin bílum við bílastæðið við tjarnirnar á Fitjum kl 13:00 en þaðan verður ekið í samfloti að Höskuldarvöllum og til baka. (Grófur malarvegur)
Gangan er þátttakendum að kostnaðarlausu
Gangan tekur 2 - 3 klst.
Skór: Gönguskór
------------------------------------------------------------------------------
29. júní **
Menntavegurinn
Gengin verður leið sem börn úr Innri og ytri Njarðvík þurftu að ganga til skóla á fyrripart síðustu aldar. Sagt verður frá sögu skólahalds í Keflavík og Njarðvík ásamt skemmtilegum atburðum frá þessum tíma.
Mæting á eigin bílum við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Skólavegi 12, Reykjanesbæ kl 13:00
Gengið verðir að (Innri) Njarðvíkur kirkju en þaðan verður hópnum ekið í rútu til baka í bílana aftur.
Fargjald kr. 500.
Gangan tekur 2,5 klst
Skór: Strigaskór
------------------------------------------------------------------------------