Virða fyrir sér boðun Maríu
Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá þá séra Björn Svein Björnsson, sóknarprest að Útskálum og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, virða fyrir sér altaristöfluna í Útskálakirkju. Myndin sýnir boðun Maríu og var gjöf til Útskálakirkju árið 1878, fyrir réttum 130 árum.
Hátíðarguðsþjónusta var að Útskálum á skírdag. Ljósmyndari Víkurfrétta var þar og tók ljósmyndir sem nú má nálgast í ljósmyndasafni Víkurfrétta hér á forsíðu vf.is
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson