Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinsælt ljósmyndanámskeið Oddgeirs og Ellerts haldið í Grindavík
Föstudagur 9. mars 2012 kl. 09:19

Vinsælt ljósmyndanámskeið Oddgeirs og Ellerts haldið í Grindavík

Ljósmyndanámskeið verður í Hópsskóla í menningarvikunni. Ljósmyndanámskeiðin sem ljósmyndararnir Oddgeir Karlsson og Ellert Grétarsson hafa verið að bjóða uppá sl. vikur hafa heldur betur slegið í gegn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvert námskeiðið á fætur öðru hafa verið fullbókuð. Hafa þeir ákveðið að bjóða upp á ljósmyndanámskeið fimmtudaginn 23. mars n.k. í Grindavík, frá kl. 19:00 - 22:00.

Þeir munu kenna fólki að nýta möguleika myndavélarinnar (DSLR velar) þar sem útskýrð verða tæknileg atrið eins og hraði, ljósop, ISO, dýptarskerpa og fl. Einnig verður farið í hagnýt og fróðleg atriði ljósmyndunnar eins og t.d. myndbyggingu.

Skráning hjá Ljósmyndastofu Oddgeirs í s. 421-6556 og á [email protected]. Lágmarks fjöldi 8 manns.

Kostar kr. 4.500.