Vinsælir leikskólar í Reykjanesbæ
Fá fjölmargar heimsóknir.
Leikskólarnir í Reykjanesbæ hafa fengið mikið af heimsóknum leikskólakennara af höfuðborgarsvæðinu og víðar af landinu, sem vilja skoða hið metnaðarfulla og fjölbreytta nám sem fram fer í leikskólum Reykjanesbæjar.
Á dögunum vildi svo til að leikskólinn Vesturberg fékk tvær heimsóknir sama daginn, frá leikskólunum Furuskógum úr Reykjavík og Vallarseli frá Akranesi. Börnin í Vesturbergi létu það þó ekki trufla sig við leik og nám, hvorki prinsessur né aðrir.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				