Vinsælir jólagluggar fyrir börn hjá Birgittu
Birgitta Jónsdóttir Klasen rekur nuddstofu sína að Hafnargötu 48a í Keflavík. Gluggan nuddstofunnar hafa verið vinsælir hjá börnum sem leið eiga framhjá nuddstofunni en hópur bangsa hefur skreytt gluggann.
Síðustu vikur hafa bangsarnir verið í hlutverki tónlistarmanna og verið með hin ýmsu hljóðfæri. Nú er hins vegar kominn jólabragur á bangsana hennar Birgittu en núna er fæðing Krists og vitringarnir þrír í öðrum glugganum en í hinum er jólasveinninn á leiðinni til Norðurpólsins að sækja jólagjafir.
Nú er um að gera að kíkja með börnin í jólaglugga Birgittu Jónsdóttur Klasen að Hafnargötu 48a.