Vinsælast 2014: Syngjandi prestur í Garði
Vinsælustu fréttir Víkurfrétta á árinu
Í tíunda sæti yfir vinsælustu fréttir Víkurfrétta árið 2014 er syngjandi presturinn, Séra Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur í Útskálakirkju í Garði. Sigurður brá út af vananum og söng vinsælt lag, Hallelujah, til fermingabarna í vor. Fallegt myndband af söngnum fór svo eins og eldur um sinu í netheimum. Það má sjá hér að neðan: