Vinsælar sögustundir hefjast á ný
Sögustundir Bókasafns Reykjanesbæjar hafa notið mikilla vinsælda og fyrsta stund þessa árs verður á morgun, miðvikudaginn 9. janúar. Sú fyrri hefst kl. 10:30 en sú síðari kl. 14:30.Janúarmánuður er oft nokkuð stormasamur þegar kemur að veðurfari og framan af hefur blásið all hressilega. Í þessum mánuði er þema sögustundanna "Nú er allra veðra von" og við lesum sögur þar sem veðrið kemur við sögu, þó þær fjalli vissulega um ýmislegt fleira.
Í febrúarmánuði ætlum við að læra ýmis ráð sem vonandi duga til að láta af slæmum vana eða vinna á ýmsum vandamálum, eins og of frjóu ímyndunarafli.
Í marsmánuði eru páskar og því verður mánuðurinn mikið til helgaður þeirri hátíð, en þema hans er engu að síður um hvernig hlutirnar fara oft á annan veg en maður gerði ráð fyrir í upphafi. Litla Hyrna fæðist með eitt horn, Lotta litla fær ekki heimsókn frá páskahéranum þetta árið og Froggi litli "gerist" kanína þegar litlu kanínubörnin veikjast rétt fyrir páska og geta ekki borið út páskakörfurnar.
Í aprílmánuði lesum við um töfra heimsins sem birtast í ýmsum myndum og hafa sögur þess mánaðar yfir sér mikinn ævintýrablæ. Við ljúkum svo vetrarstarfinu með sumarsögustund laugardaginn 27. apríl en dagskrá hennar verður auglýst þegar nær dregur.
Í febrúarmánuði ætlum við að læra ýmis ráð sem vonandi duga til að láta af slæmum vana eða vinna á ýmsum vandamálum, eins og of frjóu ímyndunarafli.
Í marsmánuði eru páskar og því verður mánuðurinn mikið til helgaður þeirri hátíð, en þema hans er engu að síður um hvernig hlutirnar fara oft á annan veg en maður gerði ráð fyrir í upphafi. Litla Hyrna fæðist með eitt horn, Lotta litla fær ekki heimsókn frá páskahéranum þetta árið og Froggi litli "gerist" kanína þegar litlu kanínubörnin veikjast rétt fyrir páska og geta ekki borið út páskakörfurnar.
Í aprílmánuði lesum við um töfra heimsins sem birtast í ýmsum myndum og hafa sögur þess mánaðar yfir sér mikinn ævintýrablæ. Við ljúkum svo vetrarstarfinu með sumarsögustund laugardaginn 27. apríl en dagskrá hennar verður auglýst þegar nær dregur.