Vinsæl hjólaleið: Njarðvík - Bláa lónið

Vinsælt er að hjóla frá Njarðvík í Bláa lónið. 
Eftir að herinn fór af landi brott er hægt að hjóla meðfram hitaveitustokkunum á malarvegi sem var áður lokaður á kafla með girðingu. Leiðin heitir Skipastígur og er ævagömul 18 km gönguleið frá Fitjum til Grindavíkur.

Í dag nota hjólreiðamenn vegarslóðann til að hjóla í Bláa lónið, mjög greiðfært er að hjóla á malarveginum sem tekur um 45 mínútur, leiðin er 13.0 km.
Ef fólk vill ganga þessa leið til Grindavíkur þá tekur það um 5.klst.
Myndir-VF/IngaSæm





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				