Vinnuskólinn fegrar Sandgerðisbæ
Vinnuskólinn í Sandgerði hefur í nógu að snúast þessa dagana. Verið er að mála kantsteina bæjarins, hreinsa til í görðum eldri borgara og tyrfa hjá Safnaðarheimilinu svo eitthvað sé nefnt. Þau Auður, Valgeir, Þórunn og Íris sátu við vinnu sína og ræddu saman um daginn og veginn. Hæst bar fréttaflutningur helgarinnar um söngkonuna Leoncie.
Þennan farkost drógu þau á eftir sér og sjá má að hann rúmar allt það sem þarf til að mála kantsteina, gula málningu og keilu til að vera sýnileg umferðinni.