Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinnuskólalokum fagnað með sundlaugapartý
Fimmtudagur 31. júlí 2003 kl. 11:15

Vinnuskólalokum fagnað með sundlaugapartý

Krakkar í 9. og 10. bekk fjölmenntu í Sundmiðstöð Keflavíkur í gærkveldi til að fagna lokum vinnuskólans. Sveppi og Auddi á sjónvarpstöðinni Popp tíví mættu og stjórnuðu „Fear factor“ leik þar sem keppendur þurftu m.a. að bjarga dúkku frá drukknun og éta hákarl, lýsi og sviðasultu á sem bestum tíma. Sumir létu það þó nægja að hafa það gott í heitapottunum enda var veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir.
Smellið hér til að sjá fleiri myndirAð loknu sundlaugapartýinu var krökkunum boðið upp á Pizzu og kók frá Langbest. Var það vel þegið enda flestir orðnir hungraðir eftir sundið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024