Vinnuskólafólk skilar góðu dagsverki
Fyrir/eftir myndir birtar á Facebook.
Unga starfsfólkið hjá vinnuskóla Reykjanesbæjar hefur verið duglegt að birta myndir af afrakstri vinnu sinnar á Facebook síðu skólans. Miðað við myndirnar er greinilegt hve miklu máli störf þeirra skipta til að fegra bæinn sinn og koma honum í sumarbúning. Það hlýtur að vera hvetjandi og góður undirbúningur fyrir lífið að vera stolt af vinnu sinni.
Víkurfréttir hvetja aðra vinnuskóla til að senda fyrir/eftir myndir í [email protected]