Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinnuskóinn fagnar lokum A-tímabils
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 11:26

Vinnuskóinn fagnar lokum A-tímabils

Tveir skemmtidagar voru haldnir fyrir A-tímabili Vinnuskólans sem lauk á dögunum. Haldnir voru tveir keppnisdagar fyrir mismunandi aldurhópa þar sem hver hópur keppti fyrst í brennó og tókst það mjög vel til. Allir tóku þátt og virtust skemmta sér hið besta.

Því næst var haldið á Hreystivöllinn þar sem tveir úr hverjum hóp, strákur og stelpa, tókust á í Hreystibrautinni og aðrir tveir tóku síðan þátt í armbeygjukeppni. Var keppnin æsispennandi og hnífjöfn.

Að keppni lokinni var haldið að 88-húsinu þar sem pylsur og Svalar biðu krakkanna og tilkynntir voru sigurvegarar þrautanna. Verðlaunin voru ekki af verri endanum þar sem bæði Nettó og Byr Sparisjóður styrktu krakkana.

Báðir dagar gengu mjög vel fyrir sig og var þetta glæsilegur endir á góðu tímabili.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024