Vinnufélagi kvaddur
Mannfólkið viðhefur seremóníur allskonar við hin ýmsu tímamót, samanber busavígslur og steggja- eða gæsapartí. Í sumum starfstéttum hefur skapast hefð fyrir slíkum athöfnum, t.d. þegar vinnufélagi lætur af störfum.
Á meðfylgjandi mynd sem tekin var á Keflavíkurflugvelli á dögunum má sjá hvernig flugmenn Icelandair kveðja vinnufélaga þegar þeir fara á eftirlaun.