Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinningshafi í Jólaleik Húsasmiðjunnar
Mánudagur 22. desember 2003 kl. 16:26

Vinningshafi í Jólaleik Húsasmiðjunnar

Keflavíkingurinn Kristinn Einarsson fékk í dag afhent verðlaunin í jólaleik Húsasmiðjunnar. Í verðlaun var glænýr Electrulux kæliskápur að verðmæti um 100.000 kr.

Leikurinn, sem fór fram í öllum verslunum Húsasmiðjunnar, fólst í því að þátttakendur giskuðu á hversu margar skrúfur væru í glerkrukku sem komið var fyrir á hverri Húsasmiðjuverslun. Sá sem kæmist næst réttum fjölda væri sigurvegarinn.

Kristinn afrekaði það að giska nákvæmlega á fjöldann í krukkunni svo ekki munaði einni einustu skrúfu. Sæmilegt afrek það. Aðspurður sagðist Kristinn ekki hugsa sér að að gerast farandgiskari að atvinnu, en miðað við frammistöðu hans telja Víkurfréttir að hann sé efnilegur á þeim vettvangi! Á myndinni sést Kristinn taka við verðlaununum úr hendi Árna Júlíussonar, verslunarstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024