Vinnan orðin 20-30% af því sem áður var
Kristján Jóhannsson starfar sem leigubílstjóri og COVID-19 fór í raun að hafa áhrif á hans líf og störf strax upp úr síðustu mánaðarmótum. „Leigubílastöðin Hreyfill, sem ég starfa á, er með gríðarstór verkefni fyrir Reykjavíkurborg, þar með talinn akstur með aldraða og fatlað fólk. Þegar þessi hópur var settur í einangrun um síðustu mánaðarmót snarminnkað í vinnan okkar. Ennfremur fór maður fljótlega að finna fyrir því hversu margir unnu heima. Svo fóru ferðamenn að hverfa úr landi, og fáir sem komu og nú er svo komið að ég kalla það ekki að fara að vinna heldur í dagdvölina,“ segir Kristján um ástandið. Hann svaraði nokkrum spurningum blaðamanns Víkurfrétta.