Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Vinna óeigingjarnt starf í sumarfríinu
Föstudagur 8. júlí 2011 kl. 14:01

Vinna óeigingjarnt starf í sumarfríinu

Björgunarsveitin Suðurnes hélt af stað í dag að Fjallabaki þar sem sveitin mun aðstoða ferðamenn sem lenda í vandræðum á hálendinu. Undanfarin 6 ár hefur björgunarsveitin verið í sjálboðavinnu á hálendinu nýta björgunarsveitarmenn sumarfríið sitt í starfið, sem teljast mætti ansi óeigingjarnt.

Áætlað er að dvelja í Landmannalaugum þar sem Landsbjörg á skála frá frá deginum í dag til 15. júlí. Frá húsnæði sveitarinnar við Holtsgötu lögðu 9 manns af stað nú í hádeginu á tveimur stórum bílum og nóg var um að vera þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Mikið að birgðum þarf fyrir mannskapinn og fjölmörg fyrirtæki veita hjálparhönd og vildi björgunarsveitin koma þökkum til eftirfarandi fyrirtækja.

Skólamatur útvegaði allt fæði fyrir ferðina sem er ansi rausnarlegt. Vífilfell sér til þess að enginn verði þyrstur við störfin á hálendinu og Nói Siríus sér um sætindin. Olís útvegaði kálf fyrir eldsneyti og Sólning umfelgaði og útvegaði búnað til að gera við lúin dekk ferðamanna sem lenda í vandræðum. Loks útveguðu Byko og Húsasmiðjan kælibox og annað og Nesraf fór yfir búnaðinn hjá sveitinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024