Mannlíf

Vinkonukvöld Æsu með bleiku þema
Laugardagur 14. október 2023 kl. 06:03

Vinkonukvöld Æsu með bleiku þema

Lionsklúbburinn Æsa hélt sitt árlega Vinkonukvöld 6. október með bleiku þema. Kynnir kvöldsins var Gunnheiður Kjartansdóttir og gestur kvöldsins var Sirrý Arnarsdóttir. Hún fór yfir ýmis lykilatriði varðandi örugga framkomu við öll tækifæri og minnti konur á að allir hafa eitthvað gott fram að færa og hafa rétt á að tjá sig. Tískusýning á gömlum kjólum frá síðustu öld sem fengnir voru að láni frá ömmum, mömmum og frænkum.

Kvöldið var vel heppnað og lauk með stuðtónlist sem Guðrún Árný, söngkona og tónmenntakennari, flutti og stjórnaði. Lionsklúbburinn Æsa er góður félagsskapur. Rúmlega 30 konur eru í klúbbnum, einn matarfundur og einn óformlegur fundur eru í mánuði. Líknarstarfið er gefandi og Lionskonur bjóða ávallt nýjar konur velkomnar í hópinn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024