Vináttan vonandi sterkari en jólatréð sem brotnaði!
Fulltrúa Norðmanna við jólatréð í Rykjanesbæ varð á orði að vonandi væri vinátta Reykjanesbæjar og Kristiansand sterkari en jólatréð sem brotnaði í óveðrinu í gær. Kveikt var á trénu frá vinabænum í Noregi síðdegis og þau orð látin falla að tréð, sem kom úr Skorradal með hraðsendingu í nótt, væri án efa af norskum ættum.Fjölmenni var við athöfnina á Tjarnargötutorgi og ljósmyndari Víkurfrétta smellti af þessum stemmningsmyndum undir kvöld.