Vínartónleikar í Njarðvíkurkirkju
Glæsilegir nýjárstónleikar verða haldnir í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 3. janúar kl. 20.00. Davíð Ólafsson, bassasöngavari, Tomislav Muzek, tenór frá Króatíu og keflvíkingurinn Steinn Erlingsson, munu flytja frábæra Vínartónlist við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.Davíð Ólafsson er frá Keflavík og starfar sem óperusöngvari í Lubeck. Hann hefur ekki haldið tónleika á Suðurnesjum í 3 ár, og því ætti fólk ekki að láta þetta tækifæri, til að heyra hann syngja, fram hjá sér fara. Margir minnast tónleikanna sem hann hélt þá með Tomislav, sem einnig er með honum í för núna. Tomislav Muzek er aðeins 25 ára gamall, en hefur nú þegar vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína og er bókaður í öll helstu óperuhús heims næstu árin og má segja að hann standi á þröskuldi heimsfrægðar. Stein Erlingsson bariton þarf ekki að kynna fyrir Suðurnesjamönnum, en hann hefur haldið fjölda tónleika og sungið einsöng með kórum. Tónleikarnir hefjst stundvíslega klukkan 20.00, í Njarðvíkurkirkju og er fólk hvatt til að fjölmenna á þennan einstaka listviðburð.