Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinahót í hesthúsunum
Laugardagur 24. janúar 2004 kl. 16:18

Vinahót í hesthúsunum

Þrátt fyrir kuldann sem nú er úti er mikið mannlíf í hesthúsunum í Keflavík, enda margir sem nota helgarnar til að sinna áhugamálum sínum - hestamennskunni. Hestarnir sjálfir kunna vel við sig úti og finnst án efa hressandi að viðra sig aðeins. Og við það tækifæri bregða þeir á leik og sýna hver öðrum blíðuhót. Þegar Víkurfréttir litu við á Mánagrundinni voru þar nokkrir hestamenn að bregða sér á bak og þegar maður leit inn á Miðnesheiðina mátti sjá hesta og menn á fleygiferð.

VF-ljósmynd/JKK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024