Vinabæjarljósin tendruð í 56. sinn

Ómissandi þáttur í jólaundirbúningi í Reykjanesbæ er tendrun ljósanna á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand en þetta var í 56. skipti sem bæjarbúar þiggja tré að gjöf frá vinabænum í Noregi. Tekið var á móti gestum í skrúðgarðinum með lifandi lúðrablæstri nemenda úr blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Sendiherra Noregs á Íslandi afhenti tréð og fulltrúi Norræna félagsins í Kristiansand flutti kveðju frá bæjarstjóra Kristiansand. Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar veitti trénu viðtöku og nemandi úr Myllubakkaskóla sá um að tendra ljósin.

Sólborg Guðbrandsdóttir tók meðfylgjandi myndir við athöfnina.

Jólatré í Reykjanesbæ