Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vinabæjarjólatréð tendrað á laugardag
Þriðjudagur 26. nóvember 2013 kl. 09:36

Vinabæjarjólatréð tendrað á laugardag

Jólaljósin verða tendruð á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand í Noregi á Tjarnargötutorgi í Reykjanesbæ á laugardaginn kl. 16:00. Jólasveinar eru væntanlegir í heimsókn og boðið verður upp á heitt kakó og piparkökur.

Blásarasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar mun leika og þá syngur Kór Holtaskóla.
Sendiherra Noregs á Ísland,i Dag Wernø Holter, afhendir jólatréð en um tendrun ljósana sér Aðalheiður Agnes Hermannsdóttir en hún er nemandi úr Háaleitisskóla á Ásbrú.

Böðvar Jónsson, forseti bæjarstjórnar, ávarpar gesti og jólahljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytur jólalög og stjórnar dansi í kringum jólatréð. Jólasveinar koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og þá verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur eins og áður sagði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024