Viltu hrósa einstaklingi eða fyrirtæki í Reykjanesbæ?
Kallað eftir tilnefningum til Hvatningaverðlauna fræðsluráðs.
Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs.
Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári.
Tekið er á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fram til 11. júní 2015.