Vilt þú vera með í götuleikhúsinu í sumar?
Vilt þú vera með í götuleikhúsinu í sumar? Varst þú að klára 9. eða 10. bekk?
Í sumar ætlum við að læra undirstöðuatriðin í leiklist. Við lærum að það er ekki bara gaman að leika heldur er það líka ótrúlega spennandi og krefjandi. Við förum í allskonar leiklistartengda leiki og ætlum okkur að hafa gaman í allt sumar. Við munum meðal annars fæða trúða og kynnumst þar trúðareglum, förum í draumaspuna og heimsækjum leikskóla bæjarins á sólríkum sumardögum. Við ætlum okkur einnig að setja upp litla sýningu í lok tímabilsins sem verður byggð á teikningum Hugleiks Dagssonar.
Albert Halldórsson, leiklistarnemi við Listaháskóla Íslands, mun leiða götuleikhúsið í ár og hann getur ekki beðið eftir að kynnast skemmtilegu fólki og kenna því það sem hann kann í leiklist.
Skráning er hafin. Umsóknarfrestur er til 4.júní.
Sendið Arnari email ef þið viljið vera með. [email protected] eða getið sent honum póst á facebook.
https://www.facebook.com/albert.halldorsson?fref=ts
Það sem verður að koma fram: Nafn, bekkur, skóli, á hvor tímabilinu þið eruð (júní eða júlí), áhugamál og hvort þið hafið leikið áður. Allir velkomnir