Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 23:05

VILT ÞÚ AUKA VELGENGNI ÞÍNA?

Dale Carnegie námskeið eru mjög þekkt og hafa verið á Íslandi síðan 29. desember árið 1965. Dale Carnegie er stærsta stofnun í heimi í sinni grein, er kennd í sjötíu löndum á tuttugu tungumálum. Á Íslandi er Konráð Adolphsson einkaleyfishafi og stjórnandi þessara námskeiða. Dale Carnegie var stofnað í KFUM í New York árið 1912 af samnefndum stjórnanda. Í dag hafa 4,5 milljónir manna lokið Dale Carnegie námskeiði. Það segir okkur ansi margt. Dale Carnegie námskeið í fararbroddi En er Dale Carnegie ekki orðið úrelt því það hefur verið kennt svo lengi? Nei, þvert á móti. Það er í gangi sérstök menntunardeild sem er í tengslum við alla einkaleyfishafa í sjötíu löndum til þess að vera í fararbroddi með allar nýjungar í stjórnun, mannlegum samskiptum, sölumennsku, leiðtogatækni og allt sem snertir hið mannlega. Til þess að viðhalda kennararéttindum þá verða allir kennarar að fara í endurþjálfun árlega til að tileinka sér það nýjasta á hverju sviði. Grunntónninn hefur að vísu ekki breyst frá árinu 1912, sem byggist á því að draga fram og virkja hæfileika einstaklingsins. Mannlegt eðli breytist ekki en aðferðirnar breytast. Aðferðirnar eru í stöðugri mótun. Til þess að svara spurningunni hvort Dale Carnegie sé ekki orðið úrelt, þá má svara því á þá leið að Dale Carnegie námskeið úreldast árlega því alltaf kemur eitthvað nýtt fram á hverju ári, sem einkaleyfishafar verða að tileinka sér. Þessa dagana er verið að kynna nýtt Dale Carnegie námskeið með breyttum áherslum. Strax í upphafi námskeiðs setur þátttakandinn sér tíu markmið, bæði persónuleg og fagleg,þar sem hún/hann virkjar betur drifkrafta velgengninnar. Í dag er ekki nóg að vera örlítið betri en í gær, því að viðskiptalífið segir að þú verðir að vinna hraðar og betur fyrir minna. Til þess að mæta þessum áskorunum þá verðum við að leggja áherslu á eftirfarandi fimm þætti; auka sjálfstraust, bæta tjáninguna, bæta okkur í mannlegum samskiptum, styrkja leiðtogann innra með okkur og hafa betri stjórn á áhyggjum og kvíða. Til þess að ná “tímamótaárangri” í þínu lífi og þetta á ekkert skylt við árið 2000, þá verður þú að ryðja úr vegi hindrunum svo þú getir tileinkað þér þessa fimm þætti. Hvað er átt við með tímamótaárangri? Það er árangur, sem þig hefur lengi dreymt um að ná, en ert ekki viss um að þú getir náð á þessari stundu. Á námskeiðinu er þér hjálpað að ná þessu markmiði. Þú tekur virkan þátt og tilgangurinn er að gera þig að árangursríkari einstaklingi. Alltaf jafn vinsæl námskeið Hvernig stendur á því að það hefur verið stöðug aðsókn að Dale Carnegie námskeiðum í þau 34 ár sem þau hafa verið haldin á Íslandi? Það er vegna þess að 80% af ánægðum nemendum, sem lokið hafa námskeiðinu, mæla með Dale Carnegie við sína nánustu og vini. Í dag er þriðja kynslóð þátttakenda farin að láta sjá sig. Orðspor Dale Carnegie fer víða. Fólk veit að það nær árangri og er ánægt. Samkvæmt alþjóðlegri könnun eru 95% þátttakenda ánægðir. Þegar nýjungar koma inn í námskeiðin þá hafa þær verið prófaðar í tvö ár út um allan heim áður en þær eru settar inn sem almenn regla. Þjálfunin byggist alltaf á því nýjasta á hverju sviði. Til þess að gefa einhverja hugmynd um Dale Carnegie námskeiðin þá er m.a. fjallað um eftirfarandi þætti; Grunnur að velgengni - Skapaðu þér framtíðarsýn Að muna nöfn - Efldu hugrekki þitt Skuldbinding um að styrkja sambönd - Auktu sjálfstraust þitt Settu þér tímamótamarkmið - Komdu auga á árangur þinn Öðlastu meiri eldmóð - Vertu meira sannfærandi Gerðu hugmyndir þínar skýrar - Að sigrast á hindrunum Styrktu samböndin - Skuldbinding um að afla virkrar samvinnu Gerðu þér grein fyrir krafti viðurkenningarinnar Vertu sveigjanlegri - Sigrastu á óþarfa kvíða og áhyggjum Að setja fram skoðanir sínar - Sýndu leiðtogahæfileika Gefðu öðrum innblástur - Endurnýjaðu framtíðarsýnina Fagnaðu tímamótaárangri Námskeiðið stendur yfir í 12 vikur, mæting einu sinni í viku. Tólf vikna námskeið er nauðsynlegt til þess að þátttakendur geti tileinkað sér það sem verið er að kenna og þeir nái varanlegum árangri. Þetta er fjárfesting í sjálfum þér, sem skilar þér arði ævilangt. Kynningarfundur verður haldinn laugardaginn 2.október klukkan 14.oo í Kiwanishúsinu, Iðavöllum 3c, Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024