Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 26. desember 2002 kl. 00:48

Vilmundur vann Evrópuferðina í Samkaup

-nöfn tuttugu vinningshafa úr Jólalukku Víkurfrétta hafa verið dregin út!

Á hédegi á aðfangadag var dregið úr á annan tug þúsunda Jólalukka Víkurfrétta og verslana á Suðurnesjum en á þeim miðum sem ekki var vinningur var hægt að skila í kassa í Samkaup. Evrópuferðina vann Vilmundur Friðriksson, ungur Keflvíkingur sem býr í Reykjavík en hann starfar hjá Flugmálstjórn Íslands. „Ertu ekki að grínast. Ég vinn aldrei neitt", sagði Vilmundur þegar ritstjóri Víkurfrétta hringdi í hann úr Samkaup á aðfangadag. Það var Sóley Valsdóttir, starfsstúlka í Samkaup sem dró út 21 miða.„Ég og Lovísa kærasta mín gistum á Hótel Keflavík í tilefni af því frábæra tilboði og keyptum okkur m.a. trúlofunarhringana hjá Georg V. Hannah og síðan sjónvarp í Ljósboganum. Við fengum auðvitað Jólalukkur en skófum enga vinninga á þeim. Ég skilaði þeim síðan í kassann góða í Samkaup en átti auðvitað ekki von á vinningi".
Vilmundur heimsótti foreldra sína á Faxabrautinni á aðfangadag þar sem við hittum á kappann og smelltum af honum mynd og óskuðum honum til hamingju. „Þetta kemur sér mjög vel. Það stendur til að fara erlendis snemma á nýju ári", sagði Vilmundur glaður í bragði.
Hinir tuttugu sem dregnir voru úr kassanum stóra sem var nær fullur af miðum fá gjafakörfu eða konfektkassa frá Samkaup og Nóa-Síríus. Nöfn þeirra eru í annarri frétt hér á síðunni. Tuttugu þúsund Jólalukkur voru prentaðar og dreifðust allar til 37 verslana og þjónustuaðila í desember. Vinningar voru 1100 og því ljóst að margir voru heppnir fyrir þessi jól sem gerðu jólainnkaupin á Suðurnesjum. Við höfum þegar frétt af ferðavinningum sem komu á Jólalukkur í Ótrúlegu búðinni, Sportbúð Óskars, Persónu, K-sport, Apóteki Keflavíkur. Við eigum eftir að frétta af hinum því alls voru 16 Evrópuferðir með Flugleiðum í vinninga auk eins og áður greinir ellefu hundruð annarra vinninga.


Jólaverslun var hjá flestum aðeins minni en í fyrra en þá var reyndar mjög gott ár í jólaverslun. Þó voru aðilar innan um sem juku sinn hlut frá því í fyrra. Hljóðið var á heildina litið alls ekki slæmt í kaupmönnum og verslunareigendum því margir höfðu gert ráð fyrir einhverri niðursveiflu, m.a. í innkaupum fyrir þessi jól.
Jólalukka Víkurfrétta og verslana gerði sitt í því að styrkja jólaverslunina. Ellefu hundruð vinningar að verðmæti 4 milljónir króna runnu út fyrir þessi jól. Einnig komu mörg hundruð manns og gistu á Hótel Keflavík sem bauð eins og í fyrra ókeypis gistingu gegn framvísun kvittana úr verslunum á Suðurnesjum. „Þetta gekk mjög vel og fólk var ánægt. Vonandi getum við haldið þessu áfram næstu jól", sagði Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024