Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Villibráðin vinsæl í Bláa Lóninu
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 17:06

Villibráðin vinsæl í Bláa Lóninu

Villibráðahlaðborð Bláa Lónsins sló í gegn hjá Suðurnesjafólki um sl. helgi. Þetta er þriðja árið sem Bláa Lónið býður Villibráðahlaðborð og vinsældirnar aukast með ári hverju

Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa Lónsins, sagði að villibráðahlaðborðið væri skemmtileg tilbreyting og það væri gaman hversu vel heimafólk hefði tekið þessari viðbót.

Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að bæta við einum degi og verður Villibráðahlaðborðið í boði laugardaginn 19. nóvember og eru nokkur sæti laus. Vínsmökkun sem boðið var upp á á undan Villibráðinni féll í góðan jarðveg á meðal gesta og hefur án efa auðveldað mörgum að velja rétta vínið með villibráðinni. Tónlistin sem var í höndum Andrésar Þórs gítarleikara, kontrabassaleikarans Þorgríms Jónssonar og gítarleikarans Sigurðar Flosasonar átti á vel við þá skemmtilegu stemningu sem fylgir góðri villibráð.

Hér má sjá myndir af bráðinni á Villibráðahlaðborðinu.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024