Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Villibráð á veisluborðum Lava
Sunnudagur 14. nóvember 2010 kl. 12:18

Villibráð á veisluborðum Lava

Villibráð var á veisluborðum Lava veitingahússins í Bláa lóninu sl. föstudagskvöld. Fjölmargir gestir mættu og nutu frábærrar villibráðar sem matreidd var af matreiðslumeisturum Lava í glæsilegum salarkynnum.
Á veisluborðinu mátti sjá margar útfærslur af villibráð, s.s. gæs, laxi, bleikju, lambi, svartfugli, hrefnu, hreindýri og önd. Vínkynning var í upphafi kvölds þar sem gestir gátu smakkað á vínveigum sem í boði voru með villibráðinni.
Jasstríó Ara Braga Kristjánssonar, Ómars Guðjónssonar og Kristjönu Stefáns flutti ljúfa tóna með villibráðinni.
Framundan eru jólahlaðborð í Lava og þá fara matreiðslumeistararnir í jólagírinn og matreiða kalkún, hangikjöt og fleira sem hæfir á jólaborðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fleiri myndir frá villibráðarkvöldinu má sjá hér.

--

--