Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vill verða innanhússarkitekt.
Fimmtudagur 19. júlí 2018 kl. 17:26

Vill verða innanhússarkitekt.

Thelma Rún Eðvaldsdóttir er unglingur vikunnar.

Hvað ertu gömul?
16 ára

Í hvaða skóla ertu?
Ég er verðandi FS-ingur.

Hvar býrðu?
Í Keflavík.

Hver eru áhugamálin þín?
Tónlist og tíska.

Ertu að æfa eitthvað?
Æfi enga íþrótt en fer mjög reglulega i ræktina.

Hvað viltu vera þegar þú ert orðinn stór?
Mig hefur lengi langað að verða innanhússarkitekt.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Mér finnst mjög gaman að ferðast og vera með vinum mínum en svo er það líka í uppáhaldi að vera uppi í rúmi að horfa á Netflix.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Mér finnst mjög leiðinlegt að lesa og svo er þessi málfræði sem er verið að kenna okkur aðeins of erfið og leiðinleg.

Ef þú mættir setjast niður með hvaða fimm manns sem er og spjalla við þau, hver væru þau?
Cardi B, Justin Bieber, Scott Disick, Khloé Kardashian og 21 Savage

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Símans míns, eins sorglegt og það er að segja það.

Hvað er lífs-mottóið þitt?
Að gera það sem ég vil gera og ekki pæla í hvað öðrum finnst. Aðeins að lifa lífinu og ekki sjá eftir að hafa gert eitthvað vegna þess að öðrum finnst það asnalegt.

Uppáhalds skyndibitastaður/veitingastaður:
Villi klárlega.

Uppáhalds tónlistarmaður/ hljómsveit:
21 Savage

Uppáhalds mynd:
Cars 2

Uppáhalds þáttur:
Á mjög marga uppáhalds þætti en eins og staðan er núna að þá er Shooter í miklu uppáhaldi.

Uppáhalds hlutur:
Síminn minn

Drauma bíllinn:
Benz g500, hef lítið vit á bílum en mér finnst þessi geggjaður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024