Vill stuðla að jöfnum tækifærum fatlaðs fólks
Hvernig hefur prófatímabilið gengið?
„Prófatímabilið hefur gengið mjög vel. Ég þurfti bara að taka eitt próf núna í desember. Annars voru bara skilaverkefni sem er mjög þægilegt.”
Hvað ertu að læra?
„Ég er að læra þroskaþjálfafræði í Háskóla á Íslands.”
Hvað finnst þér skemmtilegast við námið þitt og af hverju valdir þú það?
„Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta nám er að læra um breytingar og samfélagið sem fólk með fötlun hefur gengið í gegnum. Ég valdi þetta nám því ég vil sjá til þess að ég geti hjálpað fólki með fötlun að lifa sjálfstæðu lífi, vera viðurkennd í sínu umhverfi og hafa jöfn tækifæri.”
Hvað ætlar þú að gera eftir prófin?
„Ég er ný búin í prófum. Nú er ég að pakka því ég að fara að flytja og ætla að skella mér erlendis rétt fyrir jólin.”