Vill stúdentaafslátt í Ríkinu
FS-ingur vikunnar
Björn Elvar Þorleifsson er 19 ára strákur úr Keflavík. Hann hefur talsverðan áhuga á tónlist og vonast til þess að leggja hana fyrir sig í framtíðinni. Hann segir sinn helsta galla vera þann að hann vaknar helst ekki við neitt. Ef Björn væri skólameistari FS, þá myndi hann halda böll á föstudögum og redda stúdentaafslætti í Ríkinu.
Á hvaða braut ertu?
Ég er alltaf á einhverju flakki varðandi það en á þessari önn er ég á viðskipta- og hagfræðibraut.
Hvaðan ertu og aldur?
Straight outta Keflavík, 19.
Helsti kostur FS?
Æðislegt fólk og að það sé nálægt býlinu mínu.
Hjúskaparstaða?
Ég er bara í frábæru sambandi!
Hvað hræðistu mest?
Geitunga. Very spooky.
Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Við eigum nokkrar íþróttarstjörnur, en ef ég ætti að nefna einhvern þá væri það Ólafur Ingvi Hansson.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Arnór Grétars, það sem kemur upp úr honum er það mikilvægt að við stofnuðum twitter sem pósta quote frá honum.
Hvað sástu síðast í bíó?
Let's Be Cops, hún stóðst alveg væntingar.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Blátt Powerade og kleinuhringi sem kosta ekki á þér hægra eistað.
Hver er þinn helsti galli?
Svefninn, ég vakna ekki við neitt.
Hvað er heitasta parið í skólanum?
Ég get ekki einu sinni gert djóksvar hérna, ég er það týndur í þessu öllu.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Böll á föstudögum, redda stúdentaafslætti í Ríkinu.
Áttu þér viðurnefni?
Bjösmaskínen. Vélin. Bjössi Beatz.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Ég er nú bara í því að nota adlibs frá Young Thug og Migos. Svo bara basic sjomla/fótbolta tal, alltaf granít.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Gott hingað til, en ég held að þetta skólaár verði á öðru leveli.
Áhugamál?
Hef rosalega gaman að kynna mér allt í tónlist.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Vonandi eitthvað sem varðar tónlist.
Ertu að vinna með skóla?
Ég er ekki svona duglegur.
Hver er best klædd/ur í FS?
Hjörtur Már Atlason.