Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 22. október 2003 kl. 14:49

Vill stofna Víkingafélag í Reykjanesbæ

Á morgun fimmtudag kl. 20 mun Böðvar Gunnarsson beita sér fyrir stofnun víkingafélags í Reykjanesbæ. Stofnfundur verður haldinn á Paddy´s  kránni við Hafnargötu 38.kl. 20.00 og eru allir áhugamenn um víkinga hvattir til að mæta. Böðvar hefur gengið með þá hugmynd  um tíma að stofna víkingafélag sem myndi hafa að markmiði að viðhalda handverki landnámsmanna.  Svipað félag er til í  Hafnrfirði  og  heitir Rimmugýgur og er þekkt fyrir að koma að Víkingahátíðum þar í bæ og sýna bardagalist. Annað sambærilegt félag er á Akranesi  og heitir Hringhorni og leggur áherslur á leiki.

Hugmynd Böðvars að séreinkennum víkingafélagsins hér yrði um handverk. Böðvar býr sjálfur á Berginu, er Ásatrúar og hefur unnið við handverk um nokkurra mánaða skeið þar sem hann smíðar ýmsa gripi bæði úr tré og járni. Böðvar  er fæddur í Keflavík en búið annars staðar um tíma  er  þó  alltaf Suðurnesjamaður og hér liggja rætur hans. Hann er barnabarn Böðvars Pálssonar og  Önnu Magneu Bergmann.  Böðvar bindur vonir við að íbúar Reykjanesbæjar og aðrir Suðurnesjamenn sem áhuga hafa á víkingum og víkingamenningu  eða hafa stundað handverk svipað því sem gert var við landnám eða hefur sérþekkingu á sögu landnáms komi á fundinn eða hafi samband við hann í s. 868-8989.

HMG
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024