Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Vill stofna hollvinasamtök Vatnsness
  • Vill stofna hollvinasamtök Vatnsness
    Halla Harðardóttir, mynd sem við birtum í frétt um Ljósop.
Fimmtudagur 18. júní 2015 kl. 09:09

Vill stofna hollvinasamtök Vatnsness

„Gullið í minni og minningu um sögu og tilveru í Keflavík“

„Ég er svo lánsöm að vera með vinnustofu í því frábæra húsi Vatnsnesi. Húsið er í eigu Reykjanesbæjar, sem fékk það að gjöf frá fyrrum eiganda, Bjarnfríði. Á því liggja ýmsar kvaðir en rekstur hússins er erfiður og reyndar bæjarfélaginu um megn, vegna þess að það er komið á tíma og mikill kostnaður liggur í viðhaldi hússins. Ég veit ekki hvað verður um húsið í framtíðinni. Mér finnst þetta hús vera gullið í minni minningu um sögu og tilveru í Keflavík,“ segir listakonan og Keflvíkingurinn Halla Harðardóttir, sem leggur til að stofnuð verði hollvinasamtök Vatnsness og átak til að safna fé til viðhalds og framhalds af starfsemi í húsinu.  

„Ég má ekki til þess hugsa að það [Vatnsnes] drabbist enn meira niður, hverfi eða verði látið fara. Ég var á vinnustofunni í gær og fékk heimsókn frá vinkonu, Petreu Þórólfsdóttur og viðraði áhyggjur mínar um framtíð hússins og hún fékk þá hugmynd að stofnuð yrðu hollvinasamtök hússins. Mér finnst þetta frábær hugmynd og sendi hana hér með áfram. Vonast til að heyra frá sem flestum og með sameinuðu átaki takist okkur að bjarga Vatnsnesi,“ segir Halla. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024