Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vill sleppa lokaprófum og dreifa sófum um allt
Mánudagur 11. maí 2015 kl. 12:32

Vill sleppa lokaprófum og dreifa sófum um allt

Karitas Guðrún Fanndal er á nátturúfræðibraut í FS. Hún ætlar að læra læknisfræði eftir útskrift og henni finnst Þorvaldur íslenskukennari eiga það til að vera mjög fyndinn. 

Hvaðan ertu og aldur? Ég kem frá Siglufirði en ég er uppalin í Keflavík og ég er nýorðin 17 ára.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helsti kostur FS? Ætli það sé ekki félagslífið og krakkarnir.

Áhugamál? Tónlist, að ferðast og íþróttir.

Hvað hræðistu mest? Ég er rosalega myrkfælin og hræðist myrkrið meira en allt og mér líkar heldur ekkert mjög vel við köngulær.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Smári er rosalega góður leikari og Thelma Dís nær langt í körfuboltanum.

Hver er fyndnastur í skólanum? Þorvaldur íslenskukennari á það til að vera mjög fyndinn.

Hvað sástu síðast í bíó? Avengers, hún var mjög góð.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það vantar aðeins meira úrval og tyggjó.

Hver er þinn helsti galli? Ég er óþolinmóð og hræðilega morgunfúl.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, Facebook og Instagram.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Sleppa þessum lokaprófum fyrst og fremst og kaupa fullt af sófum til að dreifa um skólann.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Ég segi oft „ég veit það ekki“ og „sko“.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er bara mjög fínt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Ég ætla út eftir stúdentinn að læra lækninn.

Hver er best klædd/ur í FS? Það eru svo ofboðslega margir, erfitt að nefna bara einn.

Eftirlætis:

Kennari: Inga Lilja og Harpa Kristín.

Fag í skólanum: Íslenska er auðveldust.

Sjónvarpsþættir: Scandal.

Kvikmynd: Stick It og Home Alone, skiptir ekki máli þó að hún sé jólamynd, ég horfi á hana allt árið.

Hljómsveit/tónlistarmaður: Rae Sremmurd og Drake eru í miklu uppáhaldi núna.

Leikari: Leonardo Dicaprio og þá sérstaklega þegar hann var ungur.

Vefsíður: Youtube og Facebook.

Flíkin: Nike skórnir mínir.

Skyndibiti: Subway eða Villi.

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? Gömlu lögin hans Bieber.