Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vill reisa minnisvarða um Rúnna Júll
Þriðjudagur 22. júlí 2014 kl. 10:09

Vill reisa minnisvarða um Rúnna Júll

Stóran bassaháls við sjávarsíðuna

Listamaðurinn Guðmundur Lúðvíksson kom nýlega fram með ferska hugmynd að minnisvarða um rokkgoðið Rúnar Júlíusson. Guðmundur sér fyrir sér að reisa stóran bassaháls við sjávarsíðuna í Reykjanesbæ sem leika myndi tónlist Rúnars.

„Mér finnst vera kominn tími á að reisa veglegan minnisvarða í bænum okkar um G Rúnar Júlíusson. Ég læt hér máli mínu til stuðnings fylgja með hugmynd sem gengur út á það að inni í þessum bassahálsi er sí-spilari sem leikur t.d allt efni sem Rúnar kom nálægt, en til þess að heyra það þarf að leggja eyrun við verkið og hlusta,“ segir listamaðurinn á facebook-síðu sinni. Hann bætir við að það undirstriki mjúka nálgun, en þannig hafi Rúnar einmitt verið. Hér að ofan má sjá mynd af verkinu eins og Guðmundur sér það fyrir sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024