Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vill kjöt á grillið og er ekki aðdáandi Trump
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 25. maí 2020 kl. 09:31

Vill kjöt á grillið og er ekki aðdáandi Trump

„Ég er mjög ánægður á Íslandi og langar ekki til baka, alla vega ekki á meðan Trump er forseti.“

Mike Weaver var í bandaríska sjóhernum og kom til Íslands árið 2003. Á Íslandi kynntist hann Svanhildi og syni hennar, Stefáni. Svanhildur og Mike giftu sig árið 2006 og fluttu til Texas. Óðinn Kristjón, elsti sonur þeirra, fæddist í Houston, Texas. Þau voru ekki ánægð í Bandaríkjunum því fór svo að þau fluttu við aftur til Íslands ári síðar.

– Nafn:

Michael Anthony Weaver.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

– Fæðingardagur:

14. apríl 1976.

– Fæðingarstaður:

San Antonio, Texas í Bandaríkjunum.

– Fjölskylda:

Konan mín er Svanhildur Gísladóttir og strákarnir okkar eru Sigurður Stefán Ólafsson, Óðinn Kristjón og Ísak Logi.

– Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?

Hafnaboltaleikmaður.

– Aðaláhugamál:

Júdó.

– Uppáhaldsvefsíða:

Nasa.gov

– Uppáhalds-app í símanum:

Spotify.

– Uppáhaldshlaðvarp:

Imagined Life.

– Uppáhaldsmatur:

Grillmatur.

– Versti matur:

Myglaostur.

– Hvað er best á grillið?

Nautakjöt, svínakjöt, kjúklingur ... KJÖT!

– Uppáhaldsdrykkur?

Laphraoig, tíu ára.

– Hvað óttastu?

Að Trump verði endurkosinn.

– Mottó í lífinu:

If it ain’t broke, don’t fix it.

– Hvaða mann eða konu úr mannkynssögunni myndir þú vilja hitta?

Albert Einstein.

– Hvaða bók lastu síðast?

Of Mice and Men.

– Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum í sjónvarpinu?

The Walking Dead, Transplant, This Is Us.

– Uppáhaldssjónvarpsefni:

Heimildarmynd.

– Fylgistu með fréttum?

Á neti og í sjónvarpi.

– Hvað sástu síðast í bíó?

Jumanji: The Next Level.

– Uppáhaldsíþróttamaður:

David Robinson, San Antonio Spurs.

– Uppáhaldsíþróttafélag:

San Antonio Spurs.

– Ertu hjátrúarfullur?

Nei.

– Hvaða tónlist kemur þér í gott skap?

Blúsinn, Djass, Fönk.

– Hvað tónlist fær þig til að skipta um útvarpsstöð?

Trap-tónlist.

– Hvað hefur þú að atvinnu?

Ég kenni stærðfræði og ensku hjá Menntaskólanum á Ásbrú.

– Hefur þú þurft að gera breytingar á starfi þínu vegna COVID-19?

Já. Ég kláraði að kenna önnina í fjarnámi.

– Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til?

Vinna heima og fara í búð.

– Er bjartsýni fyrir sumrinu?

Já.

– Hvað á að gera í sumar?

Ferðast með fjölskyldu og njóta lífsins.

– Hvert ferðu í sumarfrí?

Við ætluðum að fara til Kaliforníu en ekki núna vegna COVID-19. Við keyptum okkur fellihýsi og ætlum að ferðast um landið.

– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?

Ég myndi fara með þau á Brú milli heimsálfa, Gunnuhver, Bláa lónið, Þorbjörn og fleira.