Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vill amerísku tívolítækin aftur
Föstudagur 1. september 2017 kl. 06:00

Vill amerísku tívolítækin aftur

-Hjúkrunarfræðineminn Hildigunnur Gísladóttir skellir sér á listasýningar og léttar veitingar í Gallerí á Ljósanótt

Hvað ætlarðu að gera á Ljósanótt?
„Ég ætla að kíkja niður í bæ á stemninguna með fjölskyldu og vinum og ætli maður láti ekki sjá sig á Ljósanæturballinu um kvöldið.“

Er eitthvað sem þú gerir á hátíðinni á hverju ári?
„Vaninn er að fara niður í bæ og skella sér í eina eða tvær ferðir í fallturninum, svo borðar maður með fjölskyldunni, horfir á flugeldasýninguna og gerir eitthvað skemmtilegt eftir það.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér vanta á Ljósanótt?
„Stóru amerísku tívolítækin sem voru fyrir nokkrum árum. Ég mun seint gleyma þeirri Ljósanótt.“

Hvaða viðburði ætlarðu að kíkja á?
„Ég ætla að kíkja í Gallerí, uppáhalds búðina mína, en þar er alltaf stemning á Ljósanótt, afslættir og léttar veitingar í boði. Ég ætla líka á listasýningar. Svo kíkir maður kannski á Valdimar á Paddys á föstudeginum og mögulega á Ljósanæturballið á laugardeginum.“


Ýmislegt verður í gangi á Hafnargötunni á Ljósanótt.