Vill að allir hafi það gott um jólin
Hvað ætlar þú að gera það sem eftir lifir desembermánaðar?
„Ég ætla njóta þess að vera til, æfa eins og ég get og slaka á þar á milli þar sem ég kláraði allt jólastúss snemma í desember.“
Hvað finnst þér það besta við þennan tíma?
„Myrkrið, jólaljósin, kertaljós, jólalögin og jólaskrautið. Ég elska jólin.“
Hver er þín uppáhaldsjólahefð?
„Uppáhalds jólahefðin mín er klárlega möndlugrauturinn á aðfangadag.“
Ætlar þú að láta gott af þér leiða í desember? Ef svo er, hvernig?
„Ég reyni alltaf að vera góð við alla, hjálpsöm sérstaklega í desember ef ég veit að vinir eða kunningjar þurfa á því að halda. Vil að allir hafi það gott um jólin.“
Fyrir hvað ertu þakklát?
„Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína, vini og bara lífið.“