Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Viljum leggja okkar af mörkum
Sigurvin Hreinsson og Ágústa Kristín Jónsdóttir.
Sunnudagur 17. ágúst 2014 kl. 09:00

Viljum leggja okkar af mörkum

Öryrkjar með fimm börn safna fé fyrir barnaheimili í Paraguay.

„Við höfum fundið okkur vel innan Hjálpræðishersins og höfum aðstoðað m.a. við að gefa þeim sem minna mega sín mat á aðfangadag og hjálpum börnum og unglingum við nám og annað. Það hefur gert okkur að miklu betri manneskjum að gera það sem við getum til að gefa öðrum betra líf,“ segja hjónin Sigurvin Hreinsson og Ágústa Kristín Jónsdóttir, sem hafa hrundið af stað söfnun fyrir barnaheimili í Paraguay og verða með bingó í húsnæði Hjálpræðishersins að Flugvallarvegi 731 á Ásbrú næsta fimmtudag, 21. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil fátækt er víða í Paraguay.

Vanhæfir foreldrar og fátækt mikil
Forsaga málsins er sú að fyrir einu og hálfu ári fluttu fyrrum foringjar Hjálpræðishersins í Reykjanesbæ, Ester Daníelsdóttir van Gooswilligen og Wouter J. Van Gooswilligen, ásamt börnunum sínum þremur til að taka við stjórn á barnaheimilinu El Redil í hjarta höfuðborgar Paraguay, Asuncion. „Barnaheimilið hefur starfað í 70 ár en á nú við fjárhagserfileika að stríða. Enga opinbera styrki er að fá og 35 börn búa á heimilinu sem flest eiga fjölskyldur eða foreldra sem eru vanhæf um að sjá um þau. Erfiðar aðstæður eru þarna úti, ekkert velferðarkerfi og mikil fátækt . Á síðasta ári reið svo flóð yfir stórt svæði í Paraguay og 180.000 manns misstu heimili sín,“ segir Sigurvin.

35 börn eru á heimilinu og hér er hluti af hópnum

Vilja leggja sitt af mörkum
„Þessi fjölskylda er einstök og fór upphaflega út til að nýta sumarfríið sitt í að hjálpa til, áður en þau ákváðu að flytja út. Ég og konan höfum verið að halda sambandi við þau gegnum netið og þegar Ester sagði okkur frá ástandinu langaði okkur að leggja þessu lið á einhvern hátt. Við erum öryrkjar með fimm börn og lítið á milli handanna og eigum erfitt. En við viljum samt gera það sem við getum,“ segir Sigurvin. Ágústa er gigtar- og offitusjúklingur en ákvað samt að ganga ein á Esjuna upp að Steini, í fyrsta sinn á ævinni, til að safna áheitum fyrir málstaðinn og safnaði um 60 þúsund krónum. Þá langaði Sigurvin að gera eitthvað líka og fór á milli fyrirtækja sem nánast öll tóku vel í að gefa vinninga í bingói. „Allur ágóði mun renna óskiptur til þessa barnaheimilis í Paraguay. Einnig verður pottur fyrir frjáls framlög og unglingarnir verða með sjoppu og ágóðinn rennur í sama sjóð,“ segir Sigurvin.

Flóðið hafði mikil áhrif.

Wouter J. Van Gooswilligen við hjálparstörf.