Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Viljayfirlýsing um opnun sýningar um líf og feril Guðbergs
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 00:06

Viljayfirlýsing um opnun sýningar um líf og feril Guðbergs

Grindavíkurbær og Guðbergur Bergsson rithöfundur, sem verður áttræður 16. október nk., skrifuðu sl. laugardag undir viljayfirlýsingu um að opnuð verði sýning um líf og feril Guðbergs í Kvikunni, auðlinda- og menningarhúsi Grindavíkur.

Stefnt er að opnun sýningarinnar í mars 2013 í tengslum við menningarviku Grindvíkinga. Jafnframt er áhugi beggja aðila á því að í nýju bókasafni Grindavíkur sem opnar í ársbyrjun 2014 verði hægt að nálgast öll verk Guðbergs og þar verði verkum hans jafnframt gerð góð skil.

Við athöfnina las Guðbergur þrjár smásögur sínar sem hafa ekki verið birtar eða lesnar opinberlega áður. Þá bauðst hann til að láta sýningunni í té hluta úr listaverkasafni sínu. Hinrik bróðir hans sagði frá uppvaxtarárum þeirra bræðra í Grindavík og Jóhann Páll Valdimarsson frá Forlaginu sem gefur út bækur Guðbergs sagði frá samskiptum sínum við skáldið. Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti bæjarstjórnar færði Guðbergi gjöf frá bænum sem var listaverk eftir Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Texti og myndir af vef Grindavíkurbæjar.