Vilja aðstöðu fyrir hjólabretti í Reykjanesbæ
Pöntuðu fund með bæjarstjóra
Fjórir ungir hjólabrettakappar komu til fundar við Kjartan Má bæjarstjóra og Hafþór íþrótta- og tómstundarfulltrúa Reykjanesbæjar í dag til þess að koma á framfæri hugmynd að hjólabrettaaðstöðu innandyra í Reykjanesbæ.
Þessir framtakssömu piltar sem sjá má hér með Kjartani bæjarstjóra og Hafþóri, heita Gísli Róbert Hilmisson, Aron Örn Hákonarson, Tómas Ingi Magnússon og Valur Þór Hákonarson.