Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

 Vilhjálmur og Kate í Bláa lóninu og þota bresku krúnunnar á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 1. apríl 2011 kl. 18:13

Vilhjálmur og Kate í Bláa lóninu og þota bresku krúnunnar á Keflavíkurflugvelli

- fylgjast má með parinu í vefmyndavél Bláa lónsins

Vilhjálmur prins og Kate Middleton eru nú í Bláa lóninu og einkaþota bresku krúnunnar er á Keflavíkurflugvelli. Mikill öryggisvörður er í Bláa lóninu en þota frá krúnunni kom til landsins í gær með um tug öryggisvarða sem hafa undirbúið komu prinsins og verðandi eiginkonu hans. Greint var frá komu þotunnar í gær á Vísi.is fyrr í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta úr Bláa lóninu er gert ráð fyrir að parið snæði þar kvöldverð en yfirgefi svo landið síðar í kvöld en brottför einkaþotunnar er áætluð um kl. 21 í kvöld. Auðvelt er fyrir fólk að berja Vilhjálm prins og Kate augum þegar þau yfirgefa landið en einkaþotan stendur nærri gömlu flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli.


Parið í beinni á vefmyndavél í veitingasal Bláa lónsins


Í vefmyndavél á veitingastaðnum LAVA í Bláa lóninu má fylgjast með parinu sem er að fara gifta sig síðar í mánuðinum.

Til að tengjast myndavélinni verður að smella hér!