Vilberg Viggósson kominn aftur til Karlakórsins
Nú er vetrarstarf Karlakórs Keflavíkur að hefjast og Vilberg Viggósson kórstjóri er komin aftur til starfa hjá kórnum eftir tveggja ára tónlistarnám í Ungverjalandi. Þeir sem hafa áhuga á að syngja í góðum félagsskap eru hvattir til að vera ófeimnir og koma og kynna sér starfið hjá kórnum. Í tilkynningu frá kórnum segir að Karlakór Keflavíkur veiti aðstoð við raddþjálfun og túlkun.Æfingar eru sem fyrr á mánudögum og fimmtudögum í sal kórsins að Vesturbraut 17 í Keflavík kl. 20:30. Allar upplýsingar gefur Steinn Erlingsson í síma 422 5217 eða 863 1905 eða Guðmundur Árnason í síma 860 5202.