Víkurfréttir í innsta hring íslenska Bachelor
Víkurfréttir birta í blaðinu á morgun, fimmtudag, ljósmyndir úr hinum svokölluðu Bachelor-húsum í Reykjanesbæ. Frameiðslufyrirtækið Saga Film var við tökur á hinum íslensku Bachelor-þáttum í Reykjanesbæ, eins og Víkurfréttir greindu frá fyrr í haust. Þættirnir eru nú komnir í sýningu á Skjá Einum.
Víkurfréttum bauðst, einum fjölmiðla, að skoða bæði Bachelor-húsin og berja augum þær innréttingar sem notaðar eru í þættinum. Það er sannarlega glæsileg umgjörð um piparsveininn og stúlkurnar sem reyna að vinna hug hans og hjarta. Myndirnar verða birtar á opnu í Víkurfréttum á morgun, fimmtudag. Þá verða einnig nokkrar myndir af stúlkum sem taka þátt í ævintýrinu.
Á meðfylgjandi mynd er hún Elva, þátttakandi í íslenska Bachelor, að koma úr heita pottinum á veröndinni á Berginu, þar sem hún naut skjóls af svokölluðum prinsessuhimni.
Nánar í Víkurfréttum á morgun.
Víkurfréttum bauðst, einum fjölmiðla, að skoða bæði Bachelor-húsin og berja augum þær innréttingar sem notaðar eru í þættinum. Það er sannarlega glæsileg umgjörð um piparsveininn og stúlkurnar sem reyna að vinna hug hans og hjarta. Myndirnar verða birtar á opnu í Víkurfréttum á morgun, fimmtudag. Þá verða einnig nokkrar myndir af stúlkum sem taka þátt í ævintýrinu.
Á meðfylgjandi mynd er hún Elva, þátttakandi í íslenska Bachelor, að koma úr heita pottinum á veröndinni á Berginu, þar sem hún naut skjóls af svokölluðum prinsessuhimni.
Nánar í Víkurfréttum á morgun.