Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Víkurfréttir buðu upp á ljósmyndanámskeið í Virkjun
Miðvikudagur 1. apríl 2009 kl. 14:27

Víkurfréttir buðu upp á ljósmyndanámskeið í Virkjun


Víkurfréttir buðu á dögunum upp á fræðslu um ljósmyndun í Virkjun á Vallarheiði, þátttakendum að kostnaðarlausu. Fræðslan var ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á því skemmtilega og sívaxandi áhugamáli sem ljósmyndun er. Einkum var sjónum beint að þeim sem hafa komið sér upp góðum stafrænum myndavélum en aldrei notað stillingarmöguleika þeirra til skapandi athafna. Enda var yfirskrift fræðslunnar „Hugsað út fyrir auto-ið”.  Leiðbeinandi var Ellert Grétarsson, ljósmyndari og blaðamaður Víkurfrétta.

Á námskeiðinu var fjallað um helstu tæknilegu atriðin varðandi mismunandi stillingar og samspil ljósops og hraða. Þá var fjallað um ýmis praktísk atriði ljósmyndunar, s.s hvaða atriði gott er að hafa í huga við mismunandi viðfangsefni og val myndefnis út frá myndbyggingu, formum, litum, línum og lýsingu.

Í Virkjun mannauðs á Reykjanesi hefur verið boðið upp á námskeið og fyrirlestra af ýmsu tagi. Í dag flutti leikarinn góðkunni Jón Gnarr erindi undir heitinu „Ef mér finnst það fyndið“. Í morgun flutti Guðmundur Óli Hilmarsson frá Impru fyrirlestur um hlutverk og þjónustu Impru við einstaklinga og fyrirtæki með áherslu á styrki og stuðningsverkefni.

Hægt er að kynna sér starfið í Virkjun á slóðinni www.virkjun.net
---

VFmynd/Hilmar Bragi – Ellert Grétarsson flutti fræðsluerindi um stafræna ljósmyndun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024